"When you want something done ask a busy person"

Yfirskriftin hér að ofan er held ég bara nokkuð sönn. Ég hef verið meira og minna aðgerðalaus síðan í janúar og satt að segja þá er þetta bara ekkert gott fyrir sálartetrið.

Ítalíuferðin var þó sárabót í annars litlausa tilveru. Anyway, ég er sem sagt að fá vinnu hjá UPS og hefði átt að byrja 1. júni, en vegna tafa á að koma mér inn í kerfið, sem er of langt að telja upp hérna, þá er ég ekki enn byrjaður. Ég fór að vísu í heimsókn á tilvonandi vinnustað og hef fengið lesefni heim. Ég verð nú að viðurkenna það að þetta er nú nett pirrandi. Kærkomið frí segja einhverjir eða njóttu frítímans...nei takk...ég vil fara að gera eitthvað, gallinn er sá að þegar maður hefur svona mikinn tíma þá gerir maður bara andsk...ekki neitt. Þið megið kalla mig letingja eða álíka, en ég bara nenni engu og á bara ansi erfitt stundum að rífa mig upp...nema ef ég er að búa til samlokur eða mat ;) Manni finnst maður ekki hafa neinn agalegan tilgang í lífinu þegar maður er í endalausri biðstofu. Guð ákvað nú að létta á mér kvölina aðeins í dag með því að hleypa mér strax í stólinn þegar ég fór til tannlæknis í dag og þakka ég fyrir það.

Annars er fátt að frétta af mér. Búinn að lesa nokkrar skemmtilegar bækur og er að lesa skemmtilegar bækur. Mæli með Sendiherranum eftir Braga Ólafs og svo er ég að lesa eina núna sem heitir á íslensku líklega Höfuð elskhuga míns eftir Ingrid Noll...prýðilegasta bók. Svo verður fólk að lesa Stutt ágrip af sögu traktorsins á Úkranísku. Snilldarbók.

Jæja, nenni ekki meir...klukkan orðinn miklu meira en margt.

Bið að heilsa í bili,

Arnar Thor

Ummæli

Addý Guðjóns sagði…
Ef þér leiðist máttu koma hingað og þrífa! ;)
Nafnlaus sagði…
Ég var hér....
hlakka óendanlega mikið til að fá litlu ormana mína heim!!!!!!!!
Rúnabrúna......
Heiðagella sagði…
Held það sé kominn tími á nýtt blogg góði..
og takk takk fyrir súperskemmtilegt gærkvöld og geðv. góða suppe...
*Snakkes*
Heiðagella
Addý Guðjóns sagði…
Takk fyrir þokkalega súpu og nokkuð þolanlegan félagsskap síðastliðinn laugardag. Greinilegt að þú hefur ennþá ekkert að gera þar sem bloggið er orðið frekar gamalt ;)

Hasta luego amigo!

Vinsælar færslur